Vorvindar

Góðan daginn og velkomin á fæturSleeping

Hrikalega líður tíminn stundum hratt. Í gær áttum við hjónin 13 ára brúðkaupsafmæli og fórum að því tilefni til Grindavíkur að horfa á körfubolta viðureign Grindavíkur og KR og í stuttu máli unnu þeir Gulu sem betur fer enda á ég svakalega erftitt með að þola þessa röndóttu úr borginniDevil Því líkir dónar sem stuðningsmenn þeirra eru það á ekki að hleypa þeim inn í nokkurt íþróttahús þessu bjánumDevil Jæja ekki meira um það enda get ég tjáð mig endalaust um þá en ætla ekki að eyða minni dýrmætu orku í þaðGrin En alla vega þá hafa þessi ár okkar liðið hratt og nú í sumar eru 23 ár síðan við hittum fyrstHeart Og ári seinna kom ég hingað suður með sjó og er hér enn ánægð með þaðSmile Páskarirnir á næsta leyti og ég verð heima vinna til kl 8 um morgunin á föstudaginn langa hann er svo hrikalega langur oft og svo á kvöldvakt á annan í páskum. Þar sem við systkinin eru öll búin að ferma börnin okkar eru engar slíkar veislur í ár og ekki þurfum við að hlaupa á milli landhluta eins og á árum áður svo að þá er að njóta þess að vera heima og ekki að pæla í því hvort að páksahretið verði til þess að verða veðurtepptur úti á landi ó neiCool Fer bara kannski í fjöruferð sem mér finnst nú ekki leiðinlegtBlush Ætlaði reyndar að gera mér hóstasaft en fæ ekki hráefni í það svo ég verð að fresta þeirri iðju minni um smá tíma bið svo eftir að sumarið komi þá verður sko týndar ýmsar jurtir og mín gerist grasagudda og lifi bara á grasi og gróðir nei dálítið ýkt hjá mér en hvað með þaðTounge Er núna að spekuéra allar þær síður sem ég finn með íslenskum jurtum og endurvinnslu fæ dræmar undirtektir hérna á mínu heimili en so whatErrm Langar að segja frá einu ráði sem ég er að prófa núna og er nátturulegt það er voða hollt og alveg meinhollt og svo verður við ung til eilífðar eða þannig ýkti aðeinsTounge En það er að blanda saman kanil og hunangi út í vatn og drekka einn eða fleiri bolla á dag þetta bætir allt og læknar allt hmmGrin Endilega prófið þetta janmikið af kanil og hunangi út í heitt vatn eða te þetta er páskagjöfin mín í ár til mín og allra hinna. Kveð að sinni HJ

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jóhannesson

Já er ekki yndislegt hvað tíminn líður og allt breytist, nema þið sjálf það er engu líkara en tíminn standi í stað þegar maður sér ykkur - til hamingju með gærdaginn.

GRASAGUDDA Gaman að þessu

Páll Jóhannesson, 8.4.2009 kl. 14:45

2 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Já satt segir þú . Tíminn líður allt of hratt og um að gera að njóta þess tíma sem okkur er úthlutaður hér. Það er nú kominn vorhugur í fleiri, er búin að sá fyrir nokkrum plöntum og þær farnar að stinga upp kollinum. Það eru nú líka orðnir tveir sólpallarnir hér. Jurtir bæði til átu og augnayndis hafa alltaf heillað mig þetta er víst í genunum. En eitt vil ég gjarnan segja þér til fróðleiks að ef þú ert með ekta fínt Hunang setur þú það ekki út í heitt vatn. Betra bara að fá sér 1 teskeið svona dræ það er bráðhollt og mýkir hálsinn. Ráðlegg þér að nota svo rifna Engiferrót í heitt vatn með sítrónusneið það er mjög hollt. Læt þetta nægja að sinni og sendi bestu kveðjur til þín og þinna héðan úr foreldrahúsum.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 9.4.2009 kl. 12:10

3 identicon

Vorið er líka komið norður, allavega í dag, en ég fer ekki í kanil/hunang. Læt mér duga að drekka eithvað það ógeðslegasta sem ég hef komist í, en það er aloa vera gel.Keypti slatta og tími ekki að láta það skemmast og læt mig hafa það að drekka þetta 2x á dag. Eigðu góða páskahelgi og láttu þig dreyma sumarið og justatýnslu,,,

Björg (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 19:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hrönn Jóhannesdóttir

Höfundur

Hrönn Jóhannesdóttir
Hrönn Jóhannesdóttir
Bý á Suðurnesjum. Fædd og uppalin á Akureyri. Móðir eiginkona og amma. Er félagsliði og vinn á sambýli fatlaðra. Áhugamál margvísleg allt á milli himins og jarðar.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ivan og James
  • Birna Emilía og James á áramótunum
  • Hrafnhildur og Kristín um áramót
  • James á áramótum á Íslandi
  • Ivan á áramótunum

Fólk

Litlu krílin

Börnin

Vinir og kunningjar

Hinir og þessir blogga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband