Sumarsólstöður

Góðan daginn eða næstum því góða kvöldiðSleeping

Mikið hefur verið að gera á þessum bæ enda var ég í helgarfrí og best að nota það. Laugardagurinn fór í dútl við bíl sem Sævar er að festa kaup á en við áttum hann fyrir nokkrurm árum og þekkjum bílinn velGrin Strákurinn fær hann fyrir slikk og þarf ekki að kaupa hann á lánum heldur á hann sjálfur, svo "gamla" settið ákvað að leggja sitt af mörkum til að gera bílinn flottanTounge Jæja en í dag eru sumarsólstöður og 6 ár frá því að amma mín heitin Anna Ólafsdóttir léstCrying þann dag vorum við hjónin södd í Þjórsárdal áttum þar hjólhýsi og vorum að undirbúa okkur fyrir fjölskyldumót sem haldið var þar Grin Amma var yndisleg manneskja og en í dag sakna ég hennar og í tilefni að því gróursetti ég 40 stykki af trjám hérna á lóðinni minni enda táknrænt þar sem ég var 40 ára fyrir 6 árum síðan Tounge Svo núna vona ég að tréin mín vaxi og dafni svo ég geti hugsað með stolti til þess að hafa tileinkað ömmu þessum trjám sem eiga eftir að lifa um aldur og ævi Grin Þannig er nú það en svei mér þá held að maðurinn minn sé að fá smá grænar fingur mér til mikillar gleði Grin Núna er bara verið að dúlla sér við garðvinnu og gera huggulegt í kring um sig enda voða gaman að hafa snyrilega garða.Grin Held stundum að ég hafi verið tré í fyrralífi ásamt mörgu öðru hver veit Tounge Jæja en í framhaldi af því sem ég var að tala um með fjölskyldumótið þá held ég það aftur núna en að þessu sinni á Akureyri tími ekki að sýna fólki flotta garðinn minn heheGrin þannig að þeir sem eru forvitnir verða bara að koma og sjá fá kannski kaffisopa ef vel liggur á mérTounge Styttis svo óðum í sumarfrí hjá mér og verðum við í viku á Akureyri annað er ekki búið að plana enda fer það eftir veðri og vindum hvar ég verð svo ábyggilega enda ég bara hérna heimaCool Enda alltaf sól og blíða þar sem ég erSmile Ætla nú að fara hætta þessu og horfa á tréin mín kveikja á kerti og minnast allra þeirra góðu stunda sem mér var úthlutað með henni ömmu minni Heart Kveð að sinni. HJ


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jóhannesson

Já hún amma var perla enda af mörgum kölluð ,,Drottningin".  Hlakka til að hitta ykkur. kv  að norðan

Páll Jóhannesson, 23.6.2009 kl. 17:31

2 identicon

Hæ, hugsa með þér um ömmu þína,

til lukku með öll trén, passaðu þig bara þegar þau fara að detta á húsið þitt

bros

en það er smá tími þangað til

helga (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hrönn Jóhannesdóttir

Höfundur

Hrönn Jóhannesdóttir
Hrönn Jóhannesdóttir
Bý á Suðurnesjum. Fædd og uppalin á Akureyri. Móðir eiginkona og amma. Er félagsliði og vinn á sambýli fatlaðra. Áhugamál margvísleg allt á milli himins og jarðar.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ivan og James
  • Birna Emilía og James á áramótunum
  • Hrafnhildur og Kristín um áramót
  • James á áramótum á Íslandi
  • Ivan á áramótunum

Fólk

Litlu krílin

Börnin

Vinir og kunningjar

Hinir og þessir blogga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 36255

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband