Stríð á hendur haustflensum

Góðan daginn og velkomin á fætur Sleeping

Það er með ólíkindum hvað maður getur tekið við af flensu skít og verið lengi að ná þessum fjanda úr sér gafst upp núna eftir þriggja mánaða stríð og fór til læknis sem ég er nú ekki vön að gera nema þegar allt annað er búið að reyna  Tounge Var komin með lungnabólgu og eyrnabólgur sem vonandi eru nú að syngja sitt síðasta og hverfa héðan. Angry En nú styttist til jóla og þá verður gaman margt um mannin en Hrafnhildur kemur upp til Íslands um jólin með krakkana sína Grin Og stoppar eitthvað fram á nýtt ár. Svo er von á fjölgun hérna í fjölskyldunni í des svona rétt fyrir jól eða eftir jól spurningin er hvort nýjasti meðlimurinn vilji sýna sig fyrir eða eftir jól kemur í ljós Heart Mamma og pabbi komu hingað suður um daginn og voru í viku skiptu sér niður á okkur systkinin og var yndislegt að fá að hafa þau hérna HeartÞað var farið í bæinn skoða í Kringlunni og Ikea mamma fór til læknis. Keyrði með þau Vatnsleysuströndina á leið okkar í Mosó pabbi var að fara í fyrsta skiptið þessa strönd og hafði gaman af Heart Einu hef ég verið að velta fyrir mér hvað þarf maður að æfa mikið til að fá svona sixpack eins og líkamsræktar fólkið bara spyr. Er búin að vera með magaæfingar mörgum sinnum á dag og líka á nóttunni og ekkert gengur Crying Hvað þarf ég að hósta marga mánuði í viðbót svo ég verði stælt GrinGrin Ólöf frænka kom hérna í heimsókn til okkar svona áður en hún flytur aftur norður í heiðardalin sinn og var gaman að fá hanaGrin "Litli" bróðir kemur svo suður með sinni tilvonandi konu núna í des og hlakkar mig mikið til að hitta þau fá að sjá framan í þau svona rétt fyrir jólin er manni mikils virði Grin Þá er bara eitt eftir fara að hasla sér í að setja upp jólaljós og baka enda á litli prinsinn á heimilinu afmæli núna 27 nóv verður þá 18 ára Heart Finnst svo stutt síðan að hann fæddist trúi varla að það séu bráðum 18 ár síðan en sama dag á hún Kristín okkar afmæli og verður þá 3 ára svo mikið er að gerast þessa næstu daga Grin Við hjónin fórum í bíó um daginn að sjá myndina Jóhannes og var hún mjög góð sá alveg fyrir mér að þetta hefði geta átt við mann mér nákomin og hló mikið enda sá ég hann alveg fyrir mér og skondna við það hann heitir líka Jóhannes HeartJæja þetta fer nú að verða gott í bili og kveð. HJ


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jóhannesson

Já Hrönn mín, tíminn flýgur og ,,litla" barnið búið að vaxa ykkur yfir höfuð ... já fyrir löngu síðan. Gaman að sjá þá fullorðnu með beltið góða og nú er mallinn á henni að verða eins og þvottabretti. Næst er það fitness. Ég er líka búinn að sjá myndina Jóhannes, snilld.

 kveðja að norðan

Páll Jóhannesson, 26.11.2009 kl. 00:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hrönn Jóhannesdóttir

Höfundur

Hrönn Jóhannesdóttir
Hrönn Jóhannesdóttir
Bý á Suðurnesjum. Fædd og uppalin á Akureyri. Móðir eiginkona og amma. Er félagsliði og vinn á sambýli fatlaðra. Áhugamál margvísleg allt á milli himins og jarðar.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ivan og James
  • Birna Emilía og James á áramótunum
  • Hrafnhildur og Kristín um áramót
  • James á áramótum á Íslandi
  • Ivan á áramótunum

Fólk

Litlu krílin

Börnin

Vinir og kunningjar

Hinir og þessir blogga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband