Jæja smá blogg

Góðan dagin góðir hálsar

Það var verið að segja við mig að ég væri latur bloggari já kannski rétt það eru flestir kominir með facebook svo minna er um að fólk almennt bloggi ég sakna nú þess að sjá hvað ég og aðrir eru orðnir latir bloggararFrown En kannsi reynir maður að gera bót á því hver veit. Jæja en ég er í sumarfrí og hef svo sem aðeins skroppið af bæ. Fór reyndar bara stuttar ferðir nokkrar helgar sem var gaman enda hefur sumarið verið með eindæmum gott hérna sunnanlands alla vegaCool Mikið búið að vera að gera hérna heima setja niður tré og rækta matjurtir sem er bara gaman að geraGrin Við skuppum svo norður yfir heiðar heim í heiðardalinn eins og sumir segja gjarnan vorum þar í 9 daga vorum með íbúð í viku og dvöldum svo hjá mömmu og pabba hina dagana takk fyrir okkurHeart Okkar árlega fjölskyldumót var haldið og góð mæting og virkilega gaman hjá okkur þetta er nokkuð sem við erum búin að gera í ein 14 ár og ætlum að halda þessu áfram um ókomin ár Grin En núna þetta árið voru Vigfús,Margith,Andrias og Arndís með okkur en þau búa í Middelfart í Danmörku. Fórum við svo dagferð að Goðafoss mamma og pabbi komu með og skoðað var  bílasafn sem er á leiðinni til Húsavíkur og þangað fórum við líka fengum reyndar ekkert sérsakt veður frekar en hina dagana en svo bregðast krosstré sem önnur og ég fékk vægast sagt svona hálfgert hausveður þarna frekar en að það væri hásumar en svona er bara Ísland í dag Cool Sæludagar í sveitinni voru haldnir líka og brugðum við okkur með mömmu og Önnu systir þangað en pabbi var heima og hvíldi sig. Þetta var skemmtileg ferð farið að Björgum þar sem frændur mínir búa og hitti ég þar nokkra ættingja sem ég hef ekki séð í mörg ár, svo var farið á Hjalteyri og endað á sveitamarkað i sem er í Arnarneshreppi og skoðað. Aftur var farið í sveitina en nú í Hrafnagilshrepp skoðaður sveitamarkaður verlaði ég þar aðeins meðal annars brodd sem mamma sauð svo fyrir okkur áður en haldið var suður á leið þessar ábrystir brögðuðust mjög vel endað svo góðan dag á sveitabæ þar sem við fegnum heimatilbúin ís sem er einn sá besti sem ég hef smakkaðGrin Síðan var farið suður á bógin fórum yfir kjöl stoppuðum á Áningu fengum okkur kaffi komum svo við hjá Anítu,Davori og börnunum gistum þar tvær nætur fegnum grill og höfðum það næs tekið í spil og notið þess að gera sem minnst takk fyrir okkur Heart Jæja en svo þegar við komum heim vorum við fegin að komast i okkar rúm en svo var farið að tala um hvort ekki væri rétt að leggja aftur land undir fót og fara á fiskidaginn mikla á Dalvík jú það var úr að við stefndum að því en eins og ég sagði áður með krosstré það lögðumst við bæði hjónin í bælið með flensu skít sem er búin að hrjá okkur núna í 6 daga og er en að hrella okkur svo ekki fórum við norðurFrown En hver veit hvað gert verður þegar flensan er á bak og burt Tounge Jæja læt nú þessari ferðasögu lokið í bili og kveð. HJ


Góðan daginn

Þá er maður komin í sumarfrí eftir langan og ansi strangan veturTounge  Sólin komin á loft og gleður landsmenn alla til sjávar og sveitar. Við höfum nú ekki farið mikið það sem af er en tókum okkur til einn laugardag settum kaffi á brúsa smurðum okkur brauð og brunuðum af staðWink  Fórum Krýsjuvíkurleið og stoppuðum við Strandakirkju fengum okkur nesti þar síðan lá leið okkar í Hveragerði og Selfoss veðrið lék við okkur og skemmtileg ferð hjá okkur Grin  Um síðustu helgi var haldið með nesti af stað enduðum á Þingvöllum þar sem við snæddum nesti og nutum góða veðursins þar. Síðan lá leið okkar í Kjós til Dóra stóra bró og Ingu fengum þar kaffi spjallað um heima og geyma alltaf gaman að hitta þau Grin  Jæja svo eru ansi mörg afmæli framundan í minni fjölskyldu mamma átti afmæli á laugardaginn til hamingju með daginn mammaHeart  Gréta mágkona á afmæli í dag og óska ég henni til hamingju með daginWizard  En eins og svo oft áður er maður ekki á staðnum til að gleðjast með sínu fólki. Fúsi frændi minn á svo afmæli á föstudaginn næsta en hann er staddur á Akureyri með börnunum sínum en konan hans kemur svo til landsins 24 en þau eru búsett í Danmörku svo ég vil óska frænda mínum líka til hamingju með daginn á föstudaginHeart En svo til gamans þá eru 22 ár síðan ég flutti hingað suður með sjó þann sama dag og frændi minn á afmæli svo að það er margs að minnast þann dagKissing  Seinna í mánuðinum á æskuvinkona mín afmæli og svo pabbi minn og litli bróðir en ég verð þá á staðnum. Annars gengur bara lífið sinn vanagang hérna er búin að vera á fullu að gróðursetja tré og matjurtir voða gaman enda finnst mér gott að hafa grænt í kringum mig og svo þá gulu líka þá er lífið svo dásamlegt og gaman að lifaGrin  Ef maður reynir ekki að sjá það góða og fallega í lífinu er það ansi dapurlegt vona að þessi bjartsýni sé komin til að vera enda er ég ein af þeim sem lifna við á vorin og sumrin en á það til að detta í vetrardvala hmm Tounge  Stefnan er svo tekin á eina að minnsta kosti tjaldútilegu svona upp á gamal móðin með gamla góða tjaldið frá Seglagerðinni svo maður þekkist auðveldlega frá hinum sem eru með fellihýsi, tjaldvagna eða hjólhýsi við voða ánægð með okkar primus til að hella upp á kaffi og elda sér þá er lífið fullkomið ekki hægt annað en að vera með bros á vör og þakka fyrir að vera tilGrin  Ætla framvegis að þakka fyrir hvern dag sem maður fær með fjölskyldu sinni og vinum það er það dýrmætasta sem við eigum og megum aldrei gleyma því. Bið að heilsa í bili og kveð. HJ

Gullmolarnir mínir :)

Góðan og blessaðan daginn. Þessi bloggfærsla er tileinkuð börnunum mínum sem eiga afmæli í dag og reyndar líka ein góð vinkona mín hún Didda og óska ég þeim öllum hjartanlega til hamingju með daginn.  

 

Aníta frumburðurinn minn fæddist þennan dag fyrir 27 árum síðan. Þessi fallega unga dama veit hvað hún vill og lætur vita af því er heiðarlega og vinur vina sinna.  Þurfti snemma að berjast fyrir tilveru sinni stax í móðurkvið og vann þá baráttu sem betur fer. Sjálf er hún orðin mamma á einn gullmola sjálf hann Ivan Freyr og tvær sjúpdætur sem verða hjá henni og pabba sínum um helgina. Ég er mjög stolt af þessari ungu fallegu dömu og þakka fyrir að hafa fengið að njóta þess að vera mamma hennar. Til hamingju með daginn Aníta min og njóttu hans vel.4551_88636404759_528114759_1928952_3333275_n Hér er nýleg mynd af Anítu falleg stelpa þarna á ferð enda  gullmolin minn.

Jæja en svo líka í dag eru 19 ár síðan að miðju barnið mitt fæddist þessi gullkálfur fékk nafnið Ævar Már. Systkynin eru ólík að upplagi enda er bara eitt eintak til af hverjum og einum. Ævar er lítríkur karkter fer ótroðnar slóðir og er ekki feimin við að vera hann sjálfur og er nokkuð sama um hvað öðrum finnst. Er mikil félgavera á sínum yngri árum var hann ansi kraftmikill svo ekki sé meira sagt stundaði fótbolta og nýtti krafta sína í það róaðist svo með árunum. Er í Fjölbrautarskóla suðurnesja fer á hársnyrtibraut í haust og vinnur sem sendill á Dominos með skóla. Til hamingju með daginn Ævar minn og góða skemmtun í útilegunni á Þingvöllum.

5089_119291555148_502285148_3309101_882493_s Hérna er svo nýleg mynd af gullkálinum mínum honum Ævari

Kveð að sinni úr sumarblíðunni á suðurnesjum. HJ


Sumarsólstöður

Góðan daginn eða næstum því góða kvöldiðSleeping

Mikið hefur verið að gera á þessum bæ enda var ég í helgarfrí og best að nota það. Laugardagurinn fór í dútl við bíl sem Sævar er að festa kaup á en við áttum hann fyrir nokkrurm árum og þekkjum bílinn velGrin Strákurinn fær hann fyrir slikk og þarf ekki að kaupa hann á lánum heldur á hann sjálfur, svo "gamla" settið ákvað að leggja sitt af mörkum til að gera bílinn flottanTounge Jæja en í dag eru sumarsólstöður og 6 ár frá því að amma mín heitin Anna Ólafsdóttir léstCrying þann dag vorum við hjónin södd í Þjórsárdal áttum þar hjólhýsi og vorum að undirbúa okkur fyrir fjölskyldumót sem haldið var þar Grin Amma var yndisleg manneskja og en í dag sakna ég hennar og í tilefni að því gróursetti ég 40 stykki af trjám hérna á lóðinni minni enda táknrænt þar sem ég var 40 ára fyrir 6 árum síðan Tounge Svo núna vona ég að tréin mín vaxi og dafni svo ég geti hugsað með stolti til þess að hafa tileinkað ömmu þessum trjám sem eiga eftir að lifa um aldur og ævi Grin Þannig er nú það en svei mér þá held að maðurinn minn sé að fá smá grænar fingur mér til mikillar gleði Grin Núna er bara verið að dúlla sér við garðvinnu og gera huggulegt í kring um sig enda voða gaman að hafa snyrilega garða.Grin Held stundum að ég hafi verið tré í fyrralífi ásamt mörgu öðru hver veit Tounge Jæja en í framhaldi af því sem ég var að tala um með fjölskyldumótið þá held ég það aftur núna en að þessu sinni á Akureyri tími ekki að sýna fólki flotta garðinn minn heheGrin þannig að þeir sem eru forvitnir verða bara að koma og sjá fá kannski kaffisopa ef vel liggur á mérTounge Styttis svo óðum í sumarfrí hjá mér og verðum við í viku á Akureyri annað er ekki búið að plana enda fer það eftir veðri og vindum hvar ég verð svo ábyggilega enda ég bara hérna heimaCool Enda alltaf sól og blíða þar sem ég erSmile Ætla nú að fara hætta þessu og horfa á tréin mín kveikja á kerti og minnast allra þeirra góðu stunda sem mér var úthlutað með henni ömmu minni Heart Kveð að sinni. HJ


Tíminn líður hratt

Góðan daginn og velkomin á fæturSleeping

Já þegar nóg er að gera líður tíminn afsaplega hratt. Styttist í sumarfrí hjá mér og hlakkar mig mikið til að komast í smá frí og gera það sem mig langar eða bara kannski ekki neitt hver veitTounge Búin að setja sumarblóm í potta og príða þau nú sólpallinn minn setti svo niður þrjár tegundir af káli og gaman verður að vita hvernig það lukkast hjá mérTounge Og kryddjurtirinar eru svo að dafna vel í eldhúsglugganum mínum er dálítið græn í mér og finnst þetta voða gamanGrin Um helgina var svo sólpallurinn þrifinn bóndinn gerði það og þvoði alla glugga að utan svo nú er orðið fínt og fékk ansi góðan rauðan lit á mig eftir að hafa verið úti að dúllast í þessu öllu svo nú er maður orðin eins og sagt er útitekinGrin Ivan Freyr gisti hérna hjá ömmu og afa á laugardagskvöldið og ekki að spyrja af því að hann svaf vært og vaknaði ekki fyrr en hálf tíu á sunnudagsmorgun svo amma og afi fengu að sofaGrin Aníta spurði okkur reyndar hvað við hefðum eiginlega gert og svarið er auðvitað ekki neitt hann bara veit að amma og afi þurfa líka að fá að sofa útGrin Við fórum svo í sund með hann á sunnudagsmorgurinn og hann skemmti sér vel voða gaman hja honum var svo heppin að þegar við komum inn í sturtuna var amma svo klár að hún datt á hnéin en var með Ivan í fanginu og sem betur fer meiddi hann sig ekki neitt en ég aftur á móti er smá bólgin á vinstra hné en það gerir ekkert til er reynda með þeim heppnari að oft dett ég en slepp samt alltaf við brot og þess háttar Grin Stákarnir voru báðir veikir um daginn annar fékk sýkingu og hinn streptókokka en eru orðnir hressir og að vinna á fullu enda ekki auðvelt fyrir fólk að fá vinnu í dag þeir eru heppnir Grin Þeim gekk báðum vel í skólanum og ætla að halda áfram námi i haust. Grin Annars er bara sumarið komið og gaman af því hef verið nokkuð duglega að labba og skoða mig um alltaf að sjá eitthvað nýtt. Vona að allir eigi svo ljúfan dag fyrir höndum og kveð. HJ


Annasöm vika að baki :)

Góðan daginn og velkomin á fæturSleeping

Já þá er komin ný vinnuvika og annasöm vika að baki var að vinna eiginlega út í eitt og fegin að það sé búiðGrin Karlinn minn sat einn heima að horfa á jurovision voða gaman og ég að vinna Grin Það reyndar rættist svo úr veðrinu hérna þegar nær dróg helgi búið að vera aðeins mikil hreyfing á loginu en það er alltaf eins aldrei sé  hægt að gera öllum til hæfis Cool Nóg um það. Á fimmtudaginn kom ein vinkona mín í heimsókn en hún var að koma heim frá Noregi var þar í heimsókn kom með börnin sín tvo og barnabarn sitt Grin Það var alveg frábært að hitta þau og fá að sjá litlu prinsessuna þeirra enda var hún svo góð og vær heyrðist varla í þessari fallegu dömu Grin Það er svo skrítið stundum koma engir eða fáir í heimsókn svo kemur sprengja og allir láta sjá sig og þá er sko gaman Grin Það er svo skrítið að geta bæði verið félagsvera og hálfgerður einbúi ein það er bara gaman að því Grin Sumarið komið með allri sinni dýrð og mér til hrellingar eru röndóttar þyrlur á ferð sem suða hátt og þó svo að ég sé ansi stór og stæðileg þá einhvern vegin finnst mér þessar flugur vera í mínum augum halfgerðir krókódílar eða fílar eins og pabbi minn sagði oft þegar ég var að öskra á hann á mínum yngri árum og biðja hann um að fjarlægja þær sagði hann að samkvæmt öskrunum í mér væru þetta annað hvort krókódílar eða fílar Crying En núna hef ég ekki pabba nálægt enda býr hann langt frá mér ásamt mömmu svo ég verð bara að vera drulluhrædd og forða mér i burtu Grin Reyndar gaf hún mamma mér eina sem er gerð úr tré sem situr alltaf hérna hjá mér við tölvuna fyndið ekki satt Grin Nú styttis í sumarfrí hjá mér fer að öllum líkindum í frí í byrjun Júlí og svo er stefnan tekin á Akureyri 24-31 Júlí við verðum með íbúð á leigu og okkar árlega fjölskyldumót veður haldið helgina 24-26 þarGrin Hlakkar mig mikið til að hitta fjölskylduna og vini sem þar búa og svo er mikill spenningur að hitta Fúsa.Margith,Andrias og Arndísi en þau koma til Akureyrar frá Danmörku þar sem þau búa og verður fagnaðarfundir fyrir alla að hitta þau HeartSvo fer maður vonandi í eina eða fleiri útilegur í sumar og gerist útilegu kind me Tounge Verð að fara að ljúka þessu en í dag er frídagur hjá mér sem fer reyndar í að halda starfsmannafund GetLost Mætti alveg halda hann utandyra vegna veðurs svo ég vona að hann standi ekki lengur en 3-4 tíma gaman að eyða fríinu sínu í fundi haha. Vona að allir eigi góðan og yndislegan dag. HJ


Yfir holt og hæðir

Góðan daginn og velkomin á fæturSleeping

þá er komið að því að ég geti farið að sofa heima hjá mér á næturnar eftir nokkurra ára fjarveru nokkra nótta á mánðiSleeping Reyndar hef ég ekki sofið þessar nætur enda verið að vinna og vakandi þar af leiðandi vann mínar síðustu tvær næturvaktir á miðvikudagsnótt og fimmtudagsnótt kom heim kl 8 í gærmorgun svo kallinn þarf nú að hafa mig sér við hlið allar næturTounge Í gær dag var okkur boðið í ömmu og afa kaffi á leikskólan hjá Ivani og boðið upp á kaffi kleinur og flatkökur með hangikjöti voða gaman hann var í essinu sínu sérstaklega þegar hann sá afa enda mikill afadrengur þessa dagana kom svo með okkur heim og var þangað til mamma hans kom heim úr vinnuWink Fórum svo í gærkvöldi með vinnufélögum Gústa ásamt Anítu og hennar spússa líka og Gústi yngri var boðin líka ásamt hans kærustu það var haldið í Blá Lóninu mjög góður matur og svo fengu allir starfsmenn happadrættisvinningGrin Um síðustu helgi fórum við ásamt vinarfólki okkar á tónleika í Laugardagshöllinni það voru minningartónleikar um Rúnar heitinn Júlíusson og var það alveg hrikalega skemmtilegir tónleikar með góðum tónlistarmönnum þessu gleymir maður seintGrin Svo er maður orðin svo hrikalega orkumikil eða þannig enda beðið spennt eftir sumrinu að farið var að þrífa sólpallinn og gera hann kláran fyrir sumariðCool Svo núna situr maður bara úti á palli með teppi og næs svo að maður fái ekki lungnabólgu heppin á meðan snjóar ekki á okkur hérna á Costa del Kef Cool En svona er nú bara Ísland í dagGrin Í næstu viku á ég svo von á vinkonu minni hingað til mín í heimsókn en hún skrapp til Noregs í kreppunni í heimsókn heppilegt fyrir hana að geta komið við hjá mér enda ekki oft sem við hittumst mikið hlakkar mér til að fá hanaGrin Jæja en læt nú þess lokið í bili og bið að heilsa yfir hot og hæðir. HJ


Stífðar fjaðrir

HellúTounge

Gleðilegt sumar allir sem einn. Já þá er það komið samkvæmt dagatalinu en hm veit ekki alveg hvernig á að túlka það Tounge Undanfarið hefur blásið hressilega og sá sem öllu ræður hefur vökvað okkur líka töluvert en gott fyrir gróðurinn segja sumir alla vega pæling Blush Hvað er málið að það er orðið bjart um miðja nótt vaknar fyrir allar aldir annað en á veturnar þá er hægt að sofa endalust .Annars er svo sem ekki mikið að gerast hérna fyrir utan leiðindi atvinnuleysi  smá örvæntingu og kreppu hvað getur maður verið að kvarta fyrst maður hangir hérna megin ha LoL Spyr heimskur sem ekkert veit og gefst upp á öllu því sem hann tekur sér fyrir hendur eða svo telja sumir í það minnsta Angry En so what hvað öðrum finnst ulla bara á þá Tounge Jæja en að öðru skemmtilegra var að passa barnabarnið á kostingakvöldið og ætlaði sko að vaka og tókst það næstum því eða þannig vissi daginn eftir hvernig svo allt fór heppin að hlusta á útvarp og horfa á sjónvarp Grin Ætla svo að sitja hjá drengnum afltur í kvöld dugleg amma haha. Á eftir ætla ég svo að reyna að gera smá góðverk til að komast í þann hóp sem kallaðir eru hjálpsamir Tounge og aðstoða eina góða konu sem er að vinna með mér og klára stuðningsfulltrúa nám henni vantar smá leiðsögn á tölvu og ég er sú klára er það ekki Errm Á laugardaginn ætlum við svo hjónin að bregða okkur í borg óttans á minningartónleika um Rúnar heitinn Júlíusson með vinarfólki okkar og er mikill spenningur fyrir það enda fyrstu tónleikarnir sem við förum á enda svo ung nógur tími framundan Grin Helgina á eftir verður svo arkað í Blá lónið að fara að borða(samt ekki lónið eða kíslinn vona ég) með vinnufélögum Gústa og Anítu þau fara líka og svo Gústi júnor er boðin og kærasta hans líka svo þetta verður vonandi gama enda er stefnt að því að eyða þeim pening sem starfsmannasjóðurinn þeirra hefur safnað áður en að þeir gufa upp þegar þau hætta að vinna hjá DM svo um að gera að spreða og spreða Grin Á svo eftir að vinna tvær næturvaktir í næstu viku og þar með er þeim kafla lokið í bili hjá mér. Sumarfrí vonandi í Júli og fram í Sept svo hægt sé að tana sig og verða eins og allir hinir Cool Bíð voða spennt eftir sumrinu kannski vaknar maður af dvala hver veit. 1 Maí allir í kröfugöngu og krefjast bættra lífskjara til hvers eins og kreppan hverfi ha Frown Nei ætli það og ríkisstjórnin tilvonandi hvað skildi hún standa við öll þau loforð um betri tíð með blóm í haga spurnig allir þessir bevítans apakettir lofa öllu fyrir kostingar og svo muna þeir ekki neitt þegar þeir komast til valda Tounge Heppin að vera bara ég og lofa engu svík þá ekki neitt á meðan Grin Jæja ætla nú að láta þetta duga í bili og kveð. HJ


Vorvindar

Góðan daginn og velkomin á fæturSleeping

Hrikalega líður tíminn stundum hratt. Í gær áttum við hjónin 13 ára brúðkaupsafmæli og fórum að því tilefni til Grindavíkur að horfa á körfubolta viðureign Grindavíkur og KR og í stuttu máli unnu þeir Gulu sem betur fer enda á ég svakalega erftitt með að þola þessa röndóttu úr borginniDevil Því líkir dónar sem stuðningsmenn þeirra eru það á ekki að hleypa þeim inn í nokkurt íþróttahús þessu bjánumDevil Jæja ekki meira um það enda get ég tjáð mig endalaust um þá en ætla ekki að eyða minni dýrmætu orku í þaðGrin En alla vega þá hafa þessi ár okkar liðið hratt og nú í sumar eru 23 ár síðan við hittum fyrstHeart Og ári seinna kom ég hingað suður með sjó og er hér enn ánægð með þaðSmile Páskarirnir á næsta leyti og ég verð heima vinna til kl 8 um morgunin á föstudaginn langa hann er svo hrikalega langur oft og svo á kvöldvakt á annan í páskum. Þar sem við systkinin eru öll búin að ferma börnin okkar eru engar slíkar veislur í ár og ekki þurfum við að hlaupa á milli landhluta eins og á árum áður svo að þá er að njóta þess að vera heima og ekki að pæla í því hvort að páksahretið verði til þess að verða veðurtepptur úti á landi ó neiCool Fer bara kannski í fjöruferð sem mér finnst nú ekki leiðinlegtBlush Ætlaði reyndar að gera mér hóstasaft en fæ ekki hráefni í það svo ég verð að fresta þeirri iðju minni um smá tíma bið svo eftir að sumarið komi þá verður sko týndar ýmsar jurtir og mín gerist grasagudda og lifi bara á grasi og gróðir nei dálítið ýkt hjá mér en hvað með þaðTounge Er núna að spekuéra allar þær síður sem ég finn með íslenskum jurtum og endurvinnslu fæ dræmar undirtektir hérna á mínu heimili en so whatErrm Langar að segja frá einu ráði sem ég er að prófa núna og er nátturulegt það er voða hollt og alveg meinhollt og svo verður við ung til eilífðar eða þannig ýkti aðeinsTounge En það er að blanda saman kanil og hunangi út í vatn og drekka einn eða fleiri bolla á dag þetta bætir allt og læknar allt hmmGrin Endilega prófið þetta janmikið af kanil og hunangi út í heitt vatn eða te þetta er páskagjöfin mín í ár til mín og allra hinna. Kveð að sinni HJ

 


Er vorið að koma

Pæling ætli vorið fari nú að láta sjá sig ég alla vega vona það svo ég vakni nú af mínu langa vetrardvala enda tími til kominCool  Lauk í gær við námskeið sem ég fór á og heitir Virkjum hugmyndir til framkvæmda og eitt orð yfir það frábærlega gamanGrin  Lokaverkefnið í mínum frábæra hóp var viðskipta hugmynd um að hefja ræktun á RabbarbaraGrin  Fengum reyndar öll frábæra dóma og viðurkenningarskjöl að launum. Er svo að fara á annað aðeins óskyldara en kannski þó ekki svæðisþekking á Reykjanesi ferðakynning hlakkar mig óskaplega mikið til að fara á þaðGrin  Annars er svo sem ekki mikið að gerast hérna á suðurnesjum lífið gengur sinn vanagang og maður er ótúrlega heppin að vera með vinnuGrin  Annars eru breytingar framundan hjá mér með vinnutíma það á að taka af mér næturvinnu. Við sem höfum lært eitthvað og erum ekki á sömu kjörum og þeir ófaglærðu fáum ekki að vinna næturvinnu það er ódýrara að borga þeim sem hafa minni laun næturvinnu. En svona er það bara og maður verður að bíta í það súra epliTounge  En svona í sannleika sagt er mikið til í þessu og fyrir mína hönd er ég svo sem fegin enda á ég frekar erfitt með að geta hvílst eftir næturvakir og vaki oft í nokkra sólarhringa áður en mér tekst að sofna en bráður verður þetta úr sögunni hjá mér alla vegaTounge  Bíð svo núna bara eftir að sumarið gangi í garð og þá fer maður í gott sumarfríCool  Fórum svo hjónin um síðustu helgi á árshátíð hjá SMFR sem er minn vinnustaður þetta var haldið í Perlunni og var fínt fyrir utan matinn sem var vægast sagt vondur og sýnishorn af mat komum við í sjoppu á heimleiðinni og fengum okkur samlokur sem smökkuðust eins og stórsteik miðað við það sem boðið var uppá fyrr um kvöldið hef sjaldan séð eins mikið eftir peningunum eins og þarnaDevil  Svona er Ísland í dag. Læt nú þetta gott heita í bili og kveð. HJ

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hrönn Jóhannesdóttir

Höfundur

Hrönn Jóhannesdóttir
Hrönn Jóhannesdóttir
Bý á Suðurnesjum. Fædd og uppalin á Akureyri. Móðir eiginkona og amma. Er félagsliði og vinn á sambýli fatlaðra. Áhugamál margvísleg allt á milli himins og jarðar.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ivan og James
  • Birna Emilía og James á áramótunum
  • Hrafnhildur og Kristín um áramót
  • James á áramótum á Íslandi
  • Ivan á áramótunum

Fólk

Litlu krílin

Börnin

Vinir og kunningjar

Hinir og þessir blogga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband