16.3.2009 | 13:36
Hótel Jörð
Hótel Jörð
Tilvera okkar er undarlegt ferðalag.
Við erum gestir og hótel okkar er jörðin.
Einir fara og aðrir koma í dag
því alltaf bætast nýir hópar í skörðin.
Og til eru ýmsir sem ferðalag þetta þrá,
en þó eru margir sem ferðalaginu kvíða.
Og sumum liggur reiðinnar ósköp á,
en aðrir setjast við hótelgluggann og bíða.
En það er margt um manninn á svona stað
og meðal gestanna er sífelldur þys og læti.
Allt lendir í stöðugri keppni um að koma sér að
og krækja sér í nógu þægilegt sæti.
En þó eru margir sem láta sér lynda það
að lifa úti í horni óáreittir og spakir,
því það er svo misjafnt sem mennirnir leita að
og misjafn tilgangurinn sem fyrir þeim vakir.
En mörgum finnst hún dýr þessi hóteldvöl
þó deilt sé um hvort hótelið sjálft muni græða.
En við sem ferðumst eigum ei annars völ,
það er ekki um fleiri gististaði að ræða.
Að vísu eru flestir velkomnir þangað inn
og viðbúnaður er gestirnir koma í bæinn.
Og margir í allsnægtum una þar fyrst um sinn,
en áhyggjan vex er menn nálgast burtferðardaginn.
Þá streymir sú hugsun um oss sem ískaldur foss
að allt verði loks upp í dvölina tekið frá oss,
er dauðinn, sá mikli rukkari, rétti oss
reikninginn yfir það sem skrifað var hjá oss.
Þá verður oss ljóst að framar ei frestur gefst
né færi á að ráðstafa nokkru betur.
Því alls sem lífið lánaði dauðinn krefst
í líku hlutfalli og Metúsalem og Pétur.
Tómas Guðmundsson
Hef mikið verið að velta þessu ljóði fyrir mér og en ekki komist að niðurstöðu Af hverju sumir en ekki aðrir þurfa að kveðja þennan heim snögglega og jafnvel án undirbúnings það er stór spurning sem örugglega aldrei koma svör við. Í ofangreindu kvæði er talað um að sumir kvíði fyrir þessu og aðrir sem ferðalag þetta þrá. Já örgglega er það svo að sumir þrá en aðrir kvíða þá held ég að þeir sem standa fólkinu næst sem er að kveðja séu þeir sem kvíða Æj veit svo sem ekki hvernig ég get tjáð mig um sum mál án þess að upp komist um hverja maður talar og í þessu tilviki sem ég er að pæla núna þá er það svo að ég vil ekki að upp komist um hvern mínar pælingar eru En oft koma skrítnar hugsanir upp í hausinn á manni. Önnur pæling er sú að oft er talað um að fólk sé með ýmsa ósiði svo sem drekka áfengi, reykja og borða óhollan mat hjálpi fyrir að kallið komi of snemma. Hm en skrítnasta við þetta er að þó fólk geri ekkert af þessum ósóma þá sleppur það ekki. Man eftir einu maður sem drakk mikið hérna í denn tók sig til og hætti viti menn stuttu seinna dó hann og gárungarnir sögðu þá hann dó úr þurrki Hef velt þessu fyrir mér lifi ég eitthvað lengur ef ég verð eins og tannstöngull í laginu hætti að reykja og smakka áfengi er ég þá save Veit ekki held svei mér þá að það skipti ekki nokkru asskotans máli hvað ég geri. Jæja ætla að láta þessu hugrenningum mínum lokið í bili og fara að stunda vinnu sem ég annars nenni varla og skirfa niður óskir mínar um sumarfrí sem ég bíð spennt eftir og vona að ég geti notið. Kveð að sinni. HJ
5.3.2009 | 10:00
Fróðleiks þorsti
Góðan daginn og velkomin á fætur
Jæja þá er mars gegnin í garð með allri sinni dýrð. Langar að byrja á því að segja að í síðasta mánuði átti ég afmæli og varð einu ári eldri og vitrari fyrir vikið Fullt af fólki gekk reyndar lika í gegn um það sama og ég. En í gær fékk yngsti sonur minn bílpróf og þá eru öll okkar börn búin með þann kvóta okkur foreldrunum til mikillar ánægju Enda eru þau öll bara yndisleg hver á sinn hátt Jæja en svona er bara lífið og tilvernan. Skellti mér á námskeið í gær og verð næstu tvo miðvikudaga á því. Það er haldið hérna á Vallarheiði eða gamla varnarsvæði hersins. Það svæði hefur verið óðum að taka á sig nýja mynd menningar og fræðsluseturs Námskeiðið heitir Virkjum hugmyndir til framkvæmda og var í stuttu máli ansi skemmtilegt og bíð spennt eftir næsta tíma En hvort ég fari úti í það að finna mér atvinnurekstur eða nýjungar í þeim málum á svo eftir að koma í ljós. Alla vega vantaði ekki hugmyndir hjá fólkinu og hugur þeirra alveg á flugi enda eru að ég held flottir tímar akkúrat núna fyrir sprotafyrirtæki að komast á legg. Gaman verður að sjá hvort eitthvað af þeim hugmyndum sem koma fram og verða gerðar þarna skili sér svo til almennings það verður spennandi að sjá Jæja annars er flott veður og vorið er að ég held alveg að koma bráðum og þá lifnar sko vonandi yfir manni enda er það sá tími sem ég bíð eftir með óþreigju og svo sumarið hlakka sko til Enda á ég inni ansi gott sumarfrí og finnst það ekki leiðinlegt að geta notið þess þegar græni liturinn fer að láta ljós sitt skína Og sú gula fer að ylja manni um kroppin En svo á föstudagskvöldið ætlum við hjónin að bregða okkur í bæjarferð og fara í Borgarleikhúsið að sjá Sannleikann með Pétri Jóhanni vona að það standist mínar væntingar Bið svo bara að heilsa í bili. HJ
20.2.2009 | 08:25
Þessi labbakútur á afmæli
Góðan daginn og velkomin á fætur
Voðalega er tíminn fljótur að líða. Sumir atburðir eru eins og þeir hafi gerst í gær og er sá atburður sem gerðist fyrir tveim árum síðan upp á dag einn af þeim En þá fæddist þessi labbakútur í þennan heim En Ivan Freyr er tveggja ára í dag
Hann heldur upp á afmælið sitt í dag á leikskólanum sínum Hjallatúni og svo verður afmælisveisla heima hjá honum á morgun Elsku litli labbakútur til hamingju með daginn. Kveð að sinni. HJ
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 08:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.2.2009 | 02:59
Afmælisbörn(karlar) dagsins
Góðan daginn og ekki velkomin á fætur enda eiga flestir að vera sofandi nema ég En í dag eiga afmæli maðurinn minn Ágúst og bróðir minn hann Páll en þeir eru hvorki meira né minna en árinu eldir heldur en þeir voru þegar þessi flotta mynd var tekin af þeim í fyrra í Flugstöð Leifs Eíríkssonar
Virkilega flottir herramenn á ferð. En fyrir ári síðan fórum við hjónin með Palla og Gretu til London og áttum þar alveg frábæra ferð með frábærum ferðafélögum. Endurtökum þetta þegar ég kemst á þann aldur sem þið voruð á þarna Jæja en strákar mínir eigið góðan dag framundan og njótið hans. Bið að heilsa að sinni og kveð. HJ
12.2.2009 | 06:39
Að vera tekin í bakaríð
Góðan daginn og velkomin á fætur
Það eru til ýmis máltæki og eitt af því sem ég hef upplifað undanfarið er að vera tekin í bakaríð Skil reyndar ekki afhverju það er orðað svona. Þegar maður upplifir vonleysi yfir því að vera ekki nógu góður í einhverju sem maður tekur sér fyrir hendur er stundum sárt þegar svo einhver manneskja leyfir sér að taka einn úr stórum hóp og hreinlega valta yfir hana Hinir í hópnum sleppa sem betur fer þeirra vegna. Dálítið hallærislegt að upplifa svona þegar hlutirnir eru gerðir eftir formúlu sem á að fara eftir en svo allt i einu er henni breytt og akkúrat lendir maður í því En lífið er ekki alltaf dans á rósum alla vega ekki hjá mér þessa daga nema þá kannski á þyrnirósum Jæja best að hætta þessu væli enda nennir engin að hlusta þegar verið er að kvarta. Í dag á hún Hrafnhildur okkar afmæli hún er ábyggilega ný farin að sofa enda margra klukkutíma munur á sólarhringnum þar og hér Svo á morgun eiga þeir félagar Ágúst og Páll afmæli Kemst því miður ekki í kaffi til stóra bró svo ég verð að láta mér nægja að fá kaffi og kökur hjá manninum mínum Voða væmin núna. Er svo bráðum að fara á hótel með honum og svo að sjá einleikinn með Pétri Jóhanni sem heitir Sannleikurinn. Ætla reyndar að passa barnabarnið okkar hann Ivan núna um mánaðarmótin svo foreldrar hans geti farið að sjá þetta verk með Pétri. Læt þetta gott heita í bili enda að vinna og bíð eftir að komast heim að sofa fyrir næstu næturvakt. Kveð að sinni. HJ
3.2.2009 | 05:55
Þvílík fegurð
Góðan daginn og velkomin á fætur
Sit hérna við tölvuna í vinnunni og bíð eftir að næturvakin mín endi svo ég geti farið heim að sofa Hef eytt megninu af vaktinni við að læra og lesa voða spennandi ha Skrapp í borg óttans í dag og þegar við vorum að keyra á Reykjanesbrautinni þá blasti við mér þvílík fegurð Snjór yfir öllu himinin heiður og tær blár og svo skein sólin svo skært þegar hún speglaðist í snjónum voru eins og demantar sem glitruðu á allsstaðar ég hreinlega varð orðlaus Engin myndavél til að fanga augnablikið og reyndar er hún ekki sú fullkomnasta en kannski hefði það dugað En svona getur okkar fallega land skartað sínu fegursta og þá er eins og lífið stoppi og ekkert annað kemst að nema hvað þetta eru mikil forréttindi að fá að búa hér sama svo sem hvar á landinu sem er Hef reyndar í geng um árin heillast meira og meira að mínum heimaslóðum í dag hérna suður með sjó og finnst það alveg yndislegt vildi held ég ekki hafa misst að þessu að fá að búa hér Viðurkenni það að fyrir mörgum árum síðan þegar ég kom hingað til að búa sá ég ekki mikið sem mér fannst fallegt fyrr en ég uppgötvaði að ef maður vill sjá eitthvað fallegt þá er bara að horfa í kringum sig án fordóma enda eru allir staðir fallegir og hafa sina sögu að segja. Jæja en sumum kann að finnast þetta væmið og það er þá bara allt í lagi með það Læt nú þessari pælingu minni lokið í bili og kveð HJ
16.1.2009 | 01:07
Stjörnubjartur himinn
Komið þið sæl.
Svona hljóðar rás eitt á morgana Hér gengur lífið sinn vana gang og allt í dúna logni eins og vera ber hjá mér Jólafríð búið og allt að fara í fastar skorður finnst það nú stundum heldur leiðinlegt þessi vana gangur mætti alveg vera brokk eða stökk En svona er bara lífið í kreppunni miklu en ég nenni svo sem ekki að velta mér mikið upp úr henni enda er það ekki mér að kenna að hún skall á okkur Jæja en stundum gerast góðir hlutir sem betur fer og aldrei slíku vant gerðist það hjá mér hélt að ég væri fallin í sálfræði og þyrfti að taka upp prófið og endurgera ritgerð sem ég reyndar gerði en svo geriðist undrið ég náði prófinu og fékk gott fyrir ritgerðina sem ég þurfti að lagfæra svo viti menn ég náði bjévítans sálfræðinni Þurfti reyndar að gera aðra ritgerð upp á nýtt sem er í öðru fagi þroskaþjálfafræði og skila henni inn 23 jan svo nú er að krossa fingur og vona að það skili sér til baka með sömu niðurstöðum og gerði með hitt Strákarnir komnir á fullt í skólanum og litli drengurinn minn er svo að fara í bílpróf bráðum svo ég ætla að nota tækifærið á meðan og keyra eins og vitleysingur áður en ég legg bílunum En hinn drengurinn minn lenti í því í siðustu viku að keyrt var á hann(bílinn) og bílinn hans skemmdist varð óökufær svo greyið er nú bara labbandi eða þannig hertekur bílinn minn sem ég ætlaði að nota til að spæna upp malbikið Annars er voða lítið að frétta annars úr þessum rólega fallega og skemmtilega bæ mínum. Er að vinna núna á næturvakt en í fyrramálið fer ég heim að passa Ivan eða kannski bara sofna og hann passar mig Hann er nefnilega hættur hjá dagmömmu og er að fara á leikskóla í næstu viku svo hún amma ætlar að hlaupa undir bagga á meðan. Mikið er ég nú góð amma haha Ætla að hætta þessu bulli í bili og segi bara sofið rótt í alla nótt gude natten eine skatten HJ
31.12.2008 | 00:46
Uppgjör ársins
24.12.2008 | 11:20
Jólin að koma
Ég vil óska öllum mínum vinum og ættingjum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Takk fyrir árið sem er senn að líða. Vona að alllir eigi ánægjulegan dag framundan.
Með Jólakveðjum frá
suðurnesjum . Hrönn og fjölskylda
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 12:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.12.2008 | 06:38
Jólafrí
Góðan daginn og velkomin á fætur
Þá er loks að koma að því að ég fái langþráð jólafrí Undanfarin fjögur ár hef ég verið að vinna jól og áramót en eftir rúman klukkutíma er ég komin í frí til 28 ekki slæmt það er núna að enda seinni næturvaktina mín vinn svo tvær á milli jóla og nýjaárs og komin í tveggja daga frí um áramót kl 8 á gamlaársdag Annars gegnur lífið sinn vanagang hérna snjór og voða jólalegt en svo er spáð að snjólaust verið um jólin það kemur í ljós Karlarnir mínir komnir í jólafrí í skólanum og gekk vel. Fór að hitta ólöfu frænku og ætlar hún að vera jólasveinninn minn í ár Gott að eiga góða sveina að. Oft kemur það fyrir að maður rifjar upp eitthvað úr barnæsku sinni sem tengist jólunum. Man eftir því að þegar var verið að keyra út jólakortum var alltaf á vissum stöðum sem við fengum eitthvað gott í goggin systir ömmu okkar gaf okkur alltaf súkkulaði þegar við fórum með jólakort til hennar og á öðrum stað hjá frændfólki fengum við mandarínur eða appelsínur og fannst þetta voða gott og skemmtilegt Svo minnir mig að á jóladag mátti ekki spila en það kom fyrir að við fengum einhver spil sem okkur langði voða mikið að prófa og urðum að gera það áður en að jóladagur rann upp og svo eftir hann en oft var beðið með mikilli eftirvæntingu að við gætum hafist handa við að spila og frændi heitinn á Ljósstöðum var alltaf til i spil við okkur systkinin En alla vega man ég þetta svona. Svo var bara leikið sér lesið og mulað á laufabrauði sem notað var sem snakk. Ekki var hlaupið á milli húsa á aðfangadag eftir að hátíðin gekk í garð. En svo var oft spennandi að hitta krakkkana í hverfinu og skiptast á að segja hvað við fengum í jólagjafir enda á þeim tíma vorum við krakkarnir í hverfinu oft öll saman í hóp í leik enda nýtt hverfi þá og mikið hægt að gera sjaldan setið auðum höndum nóg um að vera við og víðáttan mikil stutt í sjóinn til að týna þar allslagt dót ein og krossfiska til að þurrka og ýmislegt annað sem endað svo í herberginu manns með ýmsu öðru dóti. Í dag held ég að lítið sé nú um það að börn leiki sér úti og þurfið að draga þau inn enda svo sem ekki nema von það er alls staðar byggt þar sem eitthvert autt svæði er til staðar. En læt nú þessu lokið í bili og kveð. HJ
Um bloggið
Hrönn Jóhannesdóttir
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Flottir tenglar Flottir tenglar
- Flottir tenglar Flottir tenglar
- Flottir tenglar Flottir tenglar
- Seiðkonur, grasaguddur og allt það lið Flott síða
Fólk
Litlu krílin
Börnin
-
Camilla Rós
Camilla Rós -
Birna og Emilia
Birna Marija og Emilia Hrönn -
Jón Páll
Jón Páll Jóhannsson -
Elín Alma
Elín Alma Jóhannsdóttir -
Margret Birta
Margret Birta Jóhannsdóttir -
Sólrún Brynja
Sólrún Brynja -
Kristín Rae
Kristín Rae Baran -
James Haukur
James Haukur Baran -
Ivan Freyr
Ivan Freyr Lucic
Vinir og kunningjar
Hinir og þessir blogga
-
Ragnar Þór
Ísland er best -
Inga
kærastinn minn, hann dín -
Helga vinkona
stormur hvín í kjúkum -
Helga og Einar
isf2.bloggar.is -
Nýja síðan hennar Döggu
LITLA FJÖLKYLDAN -
Ellý vinnufélagi
Velkomin -
Margith og Vigfús
Okkara síða -
Villa vinnufélagi
Heimurinn minn í máli og myndum -
Sammi frændi
Funny photos -
Karen
HUGSANIR MÍNAR OG PÆLINGAR
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar